Helstu stillingar við upptöku i Panopto

Hér er myndband þar sem farið er yfir helstu stillingar og notkun kerfisins.  Panopto leiðbeiningar fyrir kennara

Stóra myndin hér neðst er fyrsta skjámyndin sem birtist þegar Panopto er opnað. Með því að renna yfir myndina þá sérðu hvað þarf að hafa í huga fyrir upptöku.

ATH: Mjög mikilvægt er að huga vel að hljóðinu vegna þess að ef það er ekki í lagi er upptakan ónýt. Mælt er með því að stilla hljóðið þannig að það slái alveg undir rauða litinn á súlunni. Þannig er hljóðstyrkur um það bil 80-85 prósent og síðan er best að prófa og hækka/lækka eftir þörfum.

MJÖG MIKILVÆGT: Það má ALLS EKKI logga sig út eða slökkva á tölvunni meðan þessi skilaboð eru á statuslínunni.

Þetta ferli getur tekið örfáar mínútur og eftir það má logga sig út af tölvunni.

ATH að upptakan birtist ekki strax á námskeiðsvefnum en alltaf samdægurs.

Hægt er að nota þessa takka til að flýta fyrir:
F8 = Hefja upptöku               F9 = Pása á/af                        F10 = Stoppa