Úrvinnsla pantanna hjá GR

Panti viðskiptavinur þjónustu á ljósleiðaratengt heimili þá á hann ekki rétt á heimsókn verktaka enda er GR áður búin að senda verktaka á heimilið til að ganga frá búnaði og tengingum fyrir Ljósleiðarann. Pantanir sem berast á ljósleiðaratengd heimili eru afgreiddar þannig að rétthafabreyting er framkvæmd að því gefnu að ekki sé virkur viðskiptavinur fyrir á heimilinu.

Viðskiptavinir sem panta þjónustu á heimili sem ekki eru ljósleiðaratengd eiga rétt á heimsókn verktaka frá GR þeim að kostnaðarlausu.  Það sem að verktaki GR gerir er að setja upp netaðgangstæki á hentugasta stað í samráði við íbúa, leggja innanhúslagnir frá inntakinu að netaðgangstækinu og leggja eina CAT5 þjónustulögn að hverju þjónustutæki, það er frá netaðgangstæki að router. CAT5 lagnirnar eru með þeim hætti að þær eru „plug and play“ fyrir viðskiptavin og miðast er við að lögnin sé lögð meðfram veggjum án sérstakra lagnastokka að þjónustutækjum. Leitast er við að hafa þær sem minnst áberandi og þannig að viðskiptavinur hafi möguleika á að bæta fráganginn seinna.

Markmið GR um afhendingartíma á þjónustu eru 15 dagar en tekið skal fram að það er einungis markmið en alls ekki loforð um að allar uppsetningar klárist á 15 dögum.