Hér eru leiðbeiningar um hvernig þið setjið upp VPN tengingu á þeim MacOs stýrikerfum sem ekki eru með PPTP valmöguleika. Gildir fyrir MacOs Sierra (10.12) og nýrra. Einnig er mögulegt að þetta virki á eldri útgáfur af MacOs og með öðrum VPN hugbúnaði.
Athugið að VPN þjónninn okkar virkar ekki með nýjustu útgáfum að Tunnelblick og því er mikilvægt að uppfæra ekki forritið ef það er beðið um það.
ATH að þessi skref þarf aðeins að gera einu sinni. Þegar búið er að setja upp þessa tengingu er nóg að fylgja skrefum 11 og 12 til að tengjast með VPN-i.
1) Byrjið á að sækja client uppsetningarskrána client.ovpn
2) Farið því næst á vef tunnelblick og sækið Tunnelblick útgáfu 3.8.8b.
3) Farið í Downloads og opnið Tunnelblick skrána:
4) Tvísmellið á Tunnelblick merkið:
5) Smellið á "Open":
6) Setjið inn lykilorð tölvunnar og smellið á "OK":
7) Þá er VPN clientinn kominn inn á tölvuna og birtist sem tákn uppi í hægra horninu, smellið á það og veljið "VPN upplýsingar":
8) Þá opnast þessi gluggi. Dragið "client.ovpn" skrána úr downloads eða þaðan sem þið vistuðuð hana í Configurations gluggann. Það gæti verið að þið þyrftuð að fara í "admin mode". Það gerið þið með því að smella á lásinn efst til hægri:
9) Hér veljið þið hvort þið setjið skrána inn fyrir alla notendur tölvunnar eða bara þann notanda sem skráður er inn:
10) Setjið inn lykilorð tölvunnar og smellið á "OK":
Nú er vélin tilbúin til að tengjast UTS með VPN. Héðan í frá er nóg að gera eftirfarandi skref til að tengjast:
11) Smellið á Tunnelblick íkonið uppi í hægra horninu og veljið "Connect client":
12) Setjið inn notandanafnið ykkar (ekki með @hi.is)og Uglu lykilorð og smellið á "Í lagi":
Og þá ættuð þið að vera tengd. Jeijjjj... :D