Linux í terminal

Hér er farið í eina aðferð til að tengjast openvpn Háskólans.

 

1. Fyrst þarf að sækja skránna sem notuð er í uppsetningunni.

 

 

2. Næst þarf að opna terminal og keyra skipunina:

Fyrir Ubuntu:

sudo apt-get install openvpn 

Fyrir Fedora:

sudo dnf install openvpn

 

3. Eftir það keyrirðu eftirfarandi skipun þegar þú vilt tengjast VPN, athugaðu að þú gætir þurft að breyta slóðinni ef skráin er geymd annars staðar en í Downloads möppunni:

sudo openvpn --config $HOME/Downloads/client.ovpn

 

Líklega þarf svo að setja inn tölvulykilorðið.

Svo þarf að setja inn HÍ notendanafnið (án @endingar).

Og að lokum Uglu lykilorðið.