Skipt um rúter á heimtengingu yfir ljósleiðara Gagnaveitunnar

Þegar skipt er um rúter, á heimtengingu yfir ljósleiðara Gagnaveitunnar, þá þarf starfsmaður HÍ að breyta stillingum í kerfi GR, svo nýi rúterinn fá úthlutað IP tölu af neti HÍ.
Þetta er gert handvirkt og því er æskilegt að útskiptin eigi sér stað á dagvinnutíma og sé gert á eftirfarandi hátt;

  1. Hafa nýja rúter tilbúinn og tryggja að hann sé með Ethernet WAN tengi fyrir tenginu við tengibox GR.
  2. Senda tölvupóst til help@hi.is og láta vita að skipt verði um rúter.
  3. Starfsmaður UTS hefur samband og tímasetning fyrir útskiptin ákveðin.
  4. Nýr rúter tengdur við sama port á tengiboxi GR og gamli rúterinn.
  5. Starfsmaður UTS skiptir um skráða MAC addressu fyrir rúterinn, í kerfi GR.
  6. Starfsmaður UTS endurræsir tengibox GR og rúter fær úthlutað IP tölu frá neti HÍ.
  7. Notandi breytir stillingum á nýja rúternum til samsæmis við sínar þarfir. Eins og nafni þráðlausa netsins, hugsanlega lykilorði fyrir þráðlausa netið og lykilorði fyrir admin aðgang að rúternum.