Sjálfvirk áframsending frá heimasíðu

Að láta sína eigin heimasíðu (www.hi.is/~notendanafn / notendur.hi.is/notandanafn) tengjast beint (e. redirect) á aðra síðu eins og t.d. uni.hi.is/notendanafn er nokkuð aðvelt.  Einungis þarf að fylgja eftirfarandi skrefum.

1. Búðu til textaskrá (í notepad eða öðru textaforriti) og nefndu skránna index.html

2. Textann sem á að vera í þessari skrá má sjá hér neðst á síðunni og hann þarf að afrita yfir í skránna.  

( Skref 1 og 2 má framkvæma saman með því að sækja textaskjalið sem fylgir þessari síðu.  Munið að vista skjalið sem index.html).

3. Það eina sem þú þarft að breyta í textanum er notandanafnið.  Þar sem stendur http://uni.hi.is/notandanafn, þarftu að setja inn þitt notandanafn.  Ef þú vilt beina síðunni þinni annað en á uni.hi.is/notendanafn geturðu sett inn þá slóð sem þú vilt.

4. Vistaðu skránna og flyttu hana í möppuna .public_html með því að fara í "Skrárnar mínar" í Uglunni eða mappa heimasíðusvæðið og færa beint yfir.

 

Textinn:

<!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//W3C//DTD HTML 4.0 Transitional//EN">
<HTML>
<HEAD>
<META HTTP-EQUIV="CONTENT-TYPE" CONTENT="text/html; ">
<META http-equiv="refresh" content="0;url=http://uni.hi.is/notandanafn" />
</HEAD>
<BODY LANG="en-US" DIR="LTR">
</BODY>
</HTML>