Uppsetning á þráðlausum CNet Wireless-G Router

Hér er sýnt hvernig þið stillið CNet Wireless-G Router fyrir Garðanetið. Ef þið eruð með annarskonar router þá gæti samt verið mjög gagnlegt að kíkja á þessar leiðbeiningar þar sem stillingarnar eru allar þær sömu þó svo að það geti verið önnur leið að þeim í hinum ýmsu routerum.

1. Byrjið á því að tengja snúru frá veggnum í WAN tengi á routernum.

2. Tengið því næst snúru frá tölvu í eitt af hinum tengjunum á routernum.

3. Opna vafra (e. browser) og slá inn síðuna 192.168.1.254 (fyrir aðrar tegundir routera gætu þessar tölur og aðgangur verið annar. Sjá nánar hér um Almennar router stillingar)

  • Username: root
  • Password: 1234

4. Smella á "Management" og svo "Status" og finna í listanum WAN MAC addressuna og skrá hana í Ugluna undir Tölvuþjónusta -> Nettenging -> Garðanetið (Sjá hér lið 2)
(Tekur c.a. 30 min að verða virkt)
 Wireless-G Router Status
5.    Þegar 30 mínútur eru liðnar frá skráningu í Uglunni getið þið byrjað að setja upp routerinn. Smellið á "Setup Wizard" og svo "Next".

Setup Wizard
 
6.    Hakið við "Gateway" og smellið á "Next".

Operation Mode
 
7.    Í Time Zone Settings þarf engu að breyta. Smellið því bara á "Next".

Time Zone Settings
 
8.    Í LAN Interface Setup ætti ekki heldur að þurfa að breyta neinu. Smellið því aftur á "Next".

LAN Interface Setup
 
9.    Í WAN Interface Setup veljið þá "DHCP Client" fyrir WAN Access Type. Smellið svo á "Next".

WAN Interface Setup
 
10.    Í Wireless Basic Settings getið þið endurskýrt nafn þráðlausa netið. Nafnið hér er það sem tölvan mun sjá þegar hún reynir að tengjast. Setjið inn þetta nafn fyrir SSID. Smellið því næst á "Fininshed".

Wireless Basic Settings
 
11.    Smellið nú á "Wireless" í vallistanum vinstra megin og því næst á "Security". Þá birtist síða til að stilla öryggi þráðlausa netsins. Smellið þar á "Set WEP Key".

Wireless Security Setup
 
12.    Veljið hér eitthvað lykilorð sem tölvur þurfa að skrá inn til að tengjast netinu í gegnum routerinn. Mikilvægt er að gera þetta svo óviðkomandi séu ekki að nota nettenginguna ykkar. Smellið svo á "Apply Changes" þegar þið eruð búin að skrifa lykilinn í Encryption Key 1. Góð regla er að skrifa þennan lykil niður og líma undir routerinn svo hann týnist ekki.

Wireless WEP Key Setup
 
13. Nú ættu tölvur að sjá routerinn undir því nafni sem þið settuð fyrir SSID í skrefi 10. Og þegar þið reynið að tengjast því þá biður tölvan um WEP key (security key, network key) og það er sá lykill sem þið settuð inn í skrefi 12.