Senda frá öðru nafni

Til að senda póst úr Outlook undir öðru nafni en manns eigin eins
og t.d. frá nafni deildar þá þarf er tvennt til í stöðunni.

  1. Nota netfang úr addressubókinni.
  2. Búa til nýjan reikning í Outlook.

1. Nota netfang úr addressubókinni:

1. Fyrst þarf að búa til viðkomandi deild, stofnun eða notanda í addressubókinni. Smellið á "Contacts" og þar inni "New Contact".

2. Setjið inn allar þær upplýsingar sem þið viljið og smellið á "Save & Close". Það sem þarf að koma fram er netfangið og nafnið eins og þið viljið að viðkomandi sjái það þegar þeir fá póst.

Nýr tengiliður

3. Næst ferðu í að senda póst. Smellir á "Mail" og því næst "New E-mail". Þar sérðu hnapp sem heitir "From". Þú smellir á hann og velur þar "Other E-mail Address".

Other E-mail Address

4. Smellir því næst á "From" og velur þann tengilið sem þú vilt senda frá og smellir á "OK" og aftur á "OK"

Senda frá öðru netfangi

5. Núna þegar þú sendir póstinn að þá lítur út fyrir að þú sendir frá því póstfangi sem þú hafðir í contactinum. ATH að nafnið kemur ekki endilega upp hjá móttakanada og því gæti næsta aðferð reynst betur.

2. Búa til nýjan reikning í Outlook:

1. Fylgdu sömu skrefum og venjulega þegar þú setur upp "account" í Outlook 2007 (að lið 5) eða Outlook 2003. Þangað til þú kemur að því að skrifa inn netfang ofl. Þá setur þú í tvo efstu reitina nafn eins og þú vilt að móttakandinn sjái það og svo netfang sem notast á við. Smelltu því næst á "Next".

Bæta við account

2. Næst þegar þú sendir svo póst þá smellir þú á "From" og velur þann account sem að þú vilt að sendist frá.

Velja account