Senda frá öðru nafni

Til að senda póst úr Thunderbird undir öðru nafni en manns eigin eins og t.d. frá nafni deildar þá þarf að setja inn nýtt einkenni fyrir notandann.

1) Opnaðu Thunderbird og smelltu á "Tools" og veldu "Account Settings":

Tools - Account Settings

1b) Í nýrri útgáfum af Thunderbird þá smellir þú á línurnar þrjár efst, lengst til hægri. Velur þar "Options" og svo "Account Settings":

Thunderbird - Account settings

 

 

2) Smellið því næst á "Manage Identities"

Manage Identities

 

3) Núna ætlum við að bæta við nýju "Identitie" og smellum á "Add"

Add Identities

 

4) Fyrir "Your Name" setur þú inn nafn eins og það á að birtast hjá þeim sem tekur við póstinum sem þú sendir. Í "Email Address" setur þú netfang sem á að birtast hjá móttakanda og í "Reply-to-Address" setur þú inn netfang sem á að sendast á ef viðkomandi svarar pósti sem sendur er frá undir þessu nafni.

Þú getur einnig sett inn nafn stofnunar eða deildar undir "Organisation" og sett inn undirskrift í "Signature text" ásamt öðrum stillingum.

Smelltu því næst á "OK" þrisvar sinnum.

Identity Settings

 

5) Núna þegar þú skrifar póst þá smellir þá á litlu örina í dálknum "From" og þar getur þú valið frá hvaða nafni og netfangi pósturinn á að sendast.

Skrifa póst - velja sendanda