Android

Hér er að finna uppsetning á tölvupósti fyrir innbyggða Mail appið í Android 4.0.4. Þessar leiðbeiningar virka fyrir flest Android stýrikerfi.

Hægt er að nálgast önnur forrit í Play Store til þess að sjá um tölvupóstinn þar má t.d. nefna AquaMail og K9. Uppsetningin á þeim er eitthvað öðruvísi en hér er sýnt en hér er að finna allt það sem þarf til að tengja póstinn við þau forrit.

Einnig er hægt að nota Gmail fyrir háskólapóstinn, sjá nánar hér: Nota Gmail fyrir Háskólapóstinn

1. Smellið á "Email" forritið:

Opna Email forrit

 

1b.Hér gætuð þið verið spurt hvernig pósthólf þið viljið setja upp. Veljið þá "Other"

Android

 

2.Setjið inn netfangið ykkar (t.d. abc1@hi.is) og setjið einnig inn lykilorðið ykkar (sama og í Uglu)

Account setup

 

3. Veljið hér "IMAP" þegar spurt er um tegund:

IMAP

 

4.Setjið inn eftirfarandi upplýsingar og smellið svo á "Next":

 • Username: Notandanafn (sama og að Uglu EKKI með @hi.is)
 • Password: Lykilorð (sama og í Uglu)
 • IMAP server: imap.hi.is
 • Port: 143
 • Security Type: STARTTLS (accept all certificates) - (Ef ekki er hægt að velja STARTTLS veljið þá TLS.

IMAP server

 

5.Setjið inn eftirfarandi upplýsingar og smellið svo á "Next"

 • SMTP server: smtp.hi.is
 • Port: 993
 • Security Type: STARTTLS (accept all certificates) - (Ef ekki er hægt að velja STARTTLS veljið þá TLS.
 • Hakið við "Require sign-in"
 • Username: Notandanafn (sama og að Uglu EKKI með @hi.is)
 • Password: Lykilorð (sama og í Uglu)

 

SMTP server

 

6. Hér veljið þið ýmsar stillingar sem vert er að huga að. Þetta getur verið mjög persónubundið hvernig fólk stillir þetta og alltaf hægt að breyta eftirá.

 • Inbox checking frequency: Hversu oft á síminn að tékka á nýjum pósti. Hægt er að velja á milli 5, 10, 15, 30 og 60 mínútna eða hafa það Manual. Þá þarf að ræsa forritið til að tékka.
 • Send email from this account by default: Hakið hér ef þið viljið senda póst frá þessu póstfangi þegar t.d. þið smellið á póst-tengil á vefsíðu.
 • Notify me when email arrives: Hakið hér ef þið viljið fá tilkynningu þegar það kemur nýr póstur í Inbox.
 • Sync email from this account: Hakið hér ef þið viljið láta póstinn vera eins í símanum og á netinu. T.d. ef þú stjörnumerkir póst í símanum þá gerist það líka á netinu.
 • Automatically download attachments...: Hakið hér ef þið viljið láta símann sækja öll viðhengi þegar þið eruð tengd þráðulausu neti. ATH að þetta gæti fyllt minni símans fljótt ef þið eruð að fá mikið af stórum viðhengjum. Best er líklegast að hafa ekki hak hér.

 

Inbox check

 

7.Að lokum gefið þið svo póstinum nafn. Það getur verið hvað sem er. Einnig setjið þið inn nafnið ykkar eins og það lítur út hjá viðtakendum. Smellið svo á "Next" og pósturinn ætti þá að birtast.

Nafn á pósthólfi