Tölvuþjónusta UTS

Tölvuþjónusta UTS er staðsett á 2. hæð á Háskólatorgi og í smiðjunni Hamri í Stakkahlíð.

Á Háskólatorgi er opið frá 8 - 16 alla virka daga en í Hamri er opið 10:00-10:30, 12:15-13:00 og 15:00-15:30 virka daga.

Tölvuþjónustan sér um aðstoð varðandi þá þætti sem snúa að UTS og er ætluð bæði nemendum og starfsmönnum.

Hægt er að hafa samband við Tölvuþjónustuna með því að mæta á staðinn, hringja í síma 5254222 eða senda tölvupóst á help@hi.is

Staðsetning á Háskólatorgi

Tölvuþjónusta UTS á Háskólatorgi

 

Staðsetning í Stakkahlíð (1. hæð)

Tölvuþjónusta UTS í Stakkahlíð

Nánar um Tölvuþjónustuna

Haustið 2005 opnaði RHÍ þjónustuborð í Tæknigarði fyrir nemendur og starfsmenn HÍ. Í ágúst 2009 flutti RHÍ þessa þjónustu á Háskólatorg og var nafninu breytt í Tölvuþjónusta RHÍ. Með þessum flutningi var RHÍ komið miðsvæðis með þjónustu fyrir alla notendur Háskólans og þar með aðgengi og þjónusta Reiknistofnunar orðin mun betri. Í byrjun árs 2013 bættist svo tölvuþjónustan í Stakkahlíð og eru þjónustuborðin nú tvö. Í apríl árið 2018 færðist starfsemi RHÍ yfir á nýstofnað Upplýsingatæknisvið og þar með færðist starfsemi þjónustuborðanna einnig undir sviðið.

Að jafnaði eru þrír starfsmenn sem vinna í Tölvuþjónustunni Háskólatorgi og á Menntavísindasvið er 1 1/2 stöðugildi.  Þessir starfsmenn leiðbeina notendum og veita aðstoð við tölvutengd vandamál.