VPN tengingar

VPN fyrir Windows 10
VPN fyrir Windows 8 og 8.1
VPN fyrir Windows 7
VPN fyrir MacOs
VPN fyrir iPad og iPhone
VPN fyrir Android
VPN fyrir Linux

Þegar viðkomandi tölva er ekki tengd neti HÍ getur verið lokað á ýmsar tengingar og aðra möguleika. Því þarftu að notast við VPN tengingu meðal annars til að geta gert eftirfarandi:

  • Mappa heimasvæði
  • Komast inn á gagnasöfn bókasafnsins
  • Nota snara.is

Hér til hliðar má finna leiðbeiningar hvernig þið setjið VPN upp eftir stýrikerfum.

Vandamál við VPN

Ef þú ert búin(n) að setja upp VPN tengingu samkvæmt leiðbeiningum og samt tengist þú ekki þá eru hér algengar ástæður fyrir því að það virkar ekki.
 

  • Vélin er ekki nettengd. Vélin þarf að vera tengd netinu til að geta tengst VPN-i.
  • Ef þú ert með beini (router) frá Vodafone að þá þarf að hringja í þjónustuver þeirra og biðja um að láta opna fyrir möguleikann á því að VPN tengjast í gegnum hann (Opna fyrir PPTP).
  • Margar vírusvarnir hafa það öfluga eldveggi (Firewall) að þeir hleypa ekki VPN tengingunni í gegn. Prófið þá að slökkva á eldveggnum í vírusvarnarforritinu (ekki Windows eldveggnum). TrendMicro og ZoneAlarm eru dæmi um varnir sem blokka VPN tenginguna. Við mælum þó ekki með því að slökkva algjörlega á öllum eldveggjum og ef þið slökkvið á eldvegg í vírusavarnarforriti verið þá viss um að Windows eldveggurinn sé í gangi.
  • Muna að setja @nemendur.hi.is eða @starfsm.hi.is fyrir aftan notendanafnið.