Gagnageymsla

OneDrive

Hjá HÍ eru nokkrar leiðir til að geyma gögn. Við mælum með að notendur notist við OneDrive og SharePoint/Teams fyrir gögnin sín. Gömlu heimasvæðin og sameiginlegu svæðin eru í útleiðingu. Þeir sem þegar hafa gögn inn á þeim þurfa að koma þeim yfir á OneDrive eða Sharepoint/Teams á næstu vikum og mánuðum.

Munurinn á OneDrive og SharePoint/Teams er í raun sá að OneDrive er hugsað fyrir einstaklinga og persónuleg gögn (sem þó er auðvelt að deila) á meðan SharePoint/Teams er geymslusvæði fyrir hópa sem búnir eru til sérstaklega.