Teams

Teams spjall - Chat flipinn
Teams hóparnir - Teams flipinn
Hópar
Teams - fjarfundir
Hringja í Teams
Teams - fjarfundir með gestum utan HÍ
Teams fjarfundir fyrir Uglunámskeið

Teams er hópvinnukerfi, þar er hægt að búa til samvinnuhópa, vinna að verkefnum, spjalla um daginn og veginn, deila skjölum og halda fundi.

1) Hægt er að skrá sig inn á Teams í vafra með því að skrá sig inn á office.hi.is og velja þar teams merkið undir apps efst á síðunni:
Teams valið á office.hi.is

2) Þá er komið inn í Teams umhverfið á vefnum. Hægt er að nota Teams á vefnum eða setja upp Teams hugbúnað á tækið sem þú ert að nota. Uppi í hægra horninu ættuð þið að sjá mynd af ykkur (eða upphafstafi ef þið hafið ekki enn sett inn mynd). Smellið á myndina og veljið „Download the desktop app“ eða „Download the mobile app“ eftir hvort þið eruð í tölvu eða síma:
Teams stillingar og niðurhal

 

Teams fliparnir3) Á stikunni vinstra megin er að finna ýmsa möguleika sem eru í boði. 

  • Virkni (Activity): Listi yfir alla hreyfingu tengdri þér á Teams
  • Spjall (Chat): Einkaspjall við einn eða fleiri aðila
  • Hópar (Teams): Hóparnir þínir, hópspjall og skjöl
  • Verkefni (Assignment): Verkefnavinna með bekk
  • Dagbók (Meetings): Dagbók og fundarbókanir
  • Símtöl (Calls): Símkerfi, sést bara þar sem það hefur verið innleitt
  • Stream: Myndbönd sem hafa verið vistuð. T.d. af vistuðum fundarhöldum innan Teams.
  • Skrár (Files): Skrár úr hópum og af OneDrive