Hægt er að spjalla við einn eða fleiri í Teams undir Chat. Ef þegar er til hópur í kringum verkefnið sem spjalla á um eða ef senda á fyrirspurn á hóp sviðs eða deildar er betra að fara beint í spjall þess hóps undir „Teams“.
Chat flipinn er meira hugsaður sem spjall við einn eða nokkra sem ekki eru með og þurfa ekki heilt Team-svæði.
1) Smellið á Chat á stikunni vinstra megin, því næst á blað og blýants merkið efst (sýnt hér í rauðum hring):
2) Þá getið þið byrjað að skrifa inn nöfnin á þeim sem þið viljið spjalla við og valið svo nafnið þegar það birtist á fellilistanum. Einnig birtast fyrri spjöll ef þeim var gefið nafn:
3) Þannig getið þið átt spjall við einn eða fleiri í einu.
Þú getur (sjá númer á mynd):
- Gefið spjallinu nafn
- Myndspjallað
- Hringt
- Deilt skjánum þínum
- Bætt nýju fólki inn í spjallið
- Deilt skjölum og séð skjöl sem hefur verið deilt í spjallið