Tölvuþjónusta UTS í Háskólatorgi veitir grunnþjónustu á ýmsum atriðum, s.s. tölvupósti, nettengingum, algengum villum o.fl. Þjónustan er opin frá 8-16 alla virka daga.
Starfsmenn Háskóla Íslands geta óskað eftir ítarlegri þjónustu frá UTS og fer sú þjónusta fram í gegnum þjónustusamninga sem flestar deildir hafa við UTS eða þá í gegnum þjónustugáttina hjalp.hi.is. Algengast er að skrifstofu- eða deildarstjóri viðkomandi deildar samþykki beðnina.
Kennslumiðstöð
Rétt er að benda á að Kennslumiðstöð annast faglega aðstoð við þróun kennsluhátta. Þ.e.a.s. fræðslu og almenna notkun á Uglunni, Canvas, K2 o.fl.