Nemendafélögum stendur til boða ýmis þjónusta frá UTS án endurgjalds sem lesa má um hér að neðan. Frekari upplýsingar má sjá á http://nemendafelog.hi.is/
Mail alias
Áframsending á tölvupósti á eitt eða fleiri notendanöfn t.d. póstur sem berst á mail aliasinn nemendafelag@hi.is er þá sendur áfram á notandanafnið notandanafn@hi.is
Vefsvæði á vefþjóni H.Í.
Veffangið er þá http://nemendafelog.hi.is/heiti nemendafélags/
Öll önnur tölvuþjónusta UTS stendur nemendafélögum til boða gegn greiðslu samkvæmt gjaldskrá UTS hverju sinni svo sem lén undir hi.is (www.nemendafelag.hi.is), gagnagrunnur, vefumsjónarkerfi o.s.frv., en með eftirfarandi skilyrði þó:
- Greiðandinn verður að vera skipulagseining og verkefni í bókhaldi HÍ þ.e.a.s. deild, skor eða annar aðili innan HÍ sem hefur bókhaldsnúmer og samþykir að greiða fyrir tölvuþjónustu við nemendafélagið.
- Viðkomandi aðili innan HÍ sækir þá um þjónustuna í Uglu fyrir nemendafélagið og skuldbindur sig þar með til að greiða kostnaðinn. Sjá gjaldskrá UTS.