UTS býður upp á hýsingu kynningarvefja. Um fjóra meginflokka er að ræða.
- Aðalvefir
- Stofnanavefir
- Sérvefir
Aðalvefir eru vefir eins og www.hi.is, english.hi.is og student.is. Þessum vefjum er ritstýrt af markaðs og samskiptasviði.
Stofnanavefir eru eins og nafnið bendir til hugsaðir fyrir stofnanir háskólans. Þeir bera sama yfirbragð en er ritstýrt efnislega af hverri stofnun fyrir sig. Þessir vefir eru ýmist á sér undirléni eða lénunum stofnanir.hi.is og vefsetur.hi.is. Stofnanavefir eru stofnaðir í samstarfi við vefstjóra sviða og/eða tæknimenn UTS.
Sérvefir eru vefir fyrir verkefni, ráðstefnur, nemendafélög og önnur fyrirbæri sem eru hvorki stofnun né einstaklingur. Sérvefir eru í boðið á sérstökum undirlénum eða undirlénum UTS. Hægt er að sækja um stofnun sérvefja í Uglu.