Umgengni í tölvuverum

Reglur um umgengni í tölvuverum:
 

  • Sýnið tillitsemi gagnvart öðrum notendum!
  • Óheimilt er að neyta matar og drykkjar í tölvuverum.
  • Gangið snyrtilega um og takið til eftir ykkur þegar þið yfirgefið tölvuver!
  • Óheimilt er að “taka frá” tölvu á einn eða annan hátt.
  • Ef notandi yfirgefur tölvu í lengri tíma, er öðrum notendum frjálst að yfirtaka hana - þó svo forrit séu í gangi á tölvunni.
  • Reykingar eru ekki leyfðar í tölvuverum.
  • Notkun GSM síma og annarra farsíma er óheimil öðrum en starfsmönnum UTS.
  • Rýmið tölvuver tafarlaust þegar húsinu er lokað og þegar kennarar eða aðrir starfsmenn HÍ óska þess.
  • Notkun tölvubúnaðar UTS til tölvuleikja er ekki bönnuð, en sú almenna regla gildir að iðkendur tölvuleikja skuli víkja athugasemdalaust fyrir öðrum notendum ef um það er beðið.
  • Leikir sem skapa álag á staðarneti eða skapa Internetsamskipti milli landa eru ekki leyfðir og verða stöðvaðir fyrirvaralaust ef notkunar þeirra verður vart.

Verði nemandi uppvís að broti á ofangreindum reglum, má hann eiga von á tafarlausri brottvísun úr tölvuveri.

Sjá einnig almennar húsreglur í húsnæði Háskóla Íslands.