Zotero

Zotero hugbúnaðinn er notaður til að safna og skrá heimildir. Zotero gegnir nokkurnveginn sama hlutverki og Endnote, nema hvað Zotero er frjáls og opinn hugbúnaður.

Nokkrir starfsmenn KHÍ höfðu gert íslenska þýðingu og staðfærslu á APA staðlinum fyrir Endnote, sem síðan hefur verið tæknileg útfærsla á þeim kröfum sem lýst er í Gagnfræðakveri handa háskólanemum .

Styrmir Magnússon,  nemandi við HÍ, hefur tekið frumkvæði til að staðfæra APA staðalinn samkvæmt kröfum 4. útgáfu Gagnfræðakvers handa háskólanemum. Verið gæti að einhverjir vankantar væru á þessu,  en það er mjög auðvelt og fljótlegt að lagfæra það.

Auðvelt er að setja þennan nýja staðal inn í Zotero en það þarf bara að smella á skrána og þá  er notandinn spurður hvort það eigi að setja upp þennan staðal  í Zotero, og þá þarf bara á smella á "Install" hnappinn.

Aðra staðla má sækja og setja upp héðan.

Notandinn getur síðan staðfest að staðallinn sé í zotero með því að skoða stillingar (Preferences) í Zotero, en hann ætti að sjást í listanum eins og á meðfylgjandi mynd.