Til að finna MAC addressu fyrir vírað net (t.d. Garðanet) í MacOs Tiger þarf að fylgja eftirfarandi skrefum.
1. Smellið á Eplið og veljið þar "System Preferences".
2. Tvísmellið hér á "Network".
3. Tvísmellið á "Built-in Ethernet".
4. Veljið í "Show" listanum "Built-in Ethernet". Hér finnið þið MAC addressu Ethernet netkortsins og kallast hún "Ethernet ID".
5. Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna. Hér má sjá nánar hvernig þið sækið um Garðanetið eða IP tölu.