MindManager uppsetning fyrir Windows

Hér eru leiðbeiningar hvernig á að sækja og setja upp Mind Manager í Windows.

1) Fyrst þarf að fara í Ugluna og smella á "Tölvuþjónusta", síðan "Hugbúnaður" og loks "MindManager":

2) Þá kemur upp síða þar sem þú getur nálgast MindManager. ATH að lesa yfir skilmálana en bannað er að láta öðrum í té þann lykil sem þú sækir.

3) Smelltu á viðeigandi mynd til að sækja rétta útgáfu af MindManager. Náðu því næst í leyfislykilinn (neðst) og vertu með hann tilbúinn þar til síðar í uppsetningarferlinu (skref 15 og/eða 17):

4) Síðan keyrir þú forritið upp sem þú varst að sækja: MindManager_16.0.159.exe (eða álíka heiti). ATH að þú gætir þurft að loka öllum Microsoft-forritum áður en uppsetning getur haldið áfram. Þegar þeim hefur verið lokað, veljið þá tungumál (ensku) og smellið á "OK":

5) Hér geturðu valið hvar forritið er vistað í tölvunni (óþarfi að breyta), smellir svo á Download & Install:

6) Þá fer niðurhalið af stað:

7) Þegar niðurhalinu er lokið birtist þessi gluggi. Smelltu á "Next":

8) Hér þarftu að haka við "I agree to the terms in the User Agreement" til að samþykkja skilmálana og smella svo á "Next":

9) Hér þarftu að slá inn HÍ notandanafnið þitt (án @hi.is endingarinnar) í efri reitinn og "Háskóli Íslands" í þann neðri:


 

10) Hér velurðu "Standard" og smellir á "Next":


 

11) Hér getur þú ráðið hvort þú viljir fá flýtileið á skjáborðið (Desktop). Hakaðu við það ef þú óskar þess og smellir svo á "Install":

12) Hér þarf að bíða á meðan forritið er sett upp:

13) Núna er uppsetningunni lokið, hafið hakað við "Launch MindManager 2020" og smellið á "Finish":

14) Forritið ætti núna opnast sjálfkrafa en í fyrsta sinn sem það er ræst birtist þessi gluggi og þá smellið þið á "Enter License Key":


 

15) Hér setjið þið inn lykilinn sem birtist á síðunni í Uglu þegar þið sóttuð forritið (sjá lið 3). Smellið svo á "OK":

16) Nú ætti MindManager að vera tilbúið til notkunar.

17) Ef þið þurfið að setja inn lykilinn eftir að forritið er uppsett, þá opnið þið MindManager og smellið á "Help" flipann (þið gætuð þurft að bakka úr fyrstu valmyndinni til að sjá flipann eins og hann lítur út á myndinni hér að neðan). Smellið því næst á "License Key" og við það á að koma upp svipaður gluggi og í skrefi 15. Setjið inn leyfislykilinn og smellið á "OK". Ef þið hafið tapað lyklinum getið þið farið aftur í Uglu og náð í hann eins og sjá má í skrefi 1-3.