OneDrive-forritið býður upp á þann innbyggða möguleika að taka sjálfvirkt afrit af Desktop, Documents og Pictures möppunum yfir á OneDrive-skýið. Athugið að afritunin tekur allt sem er í möppunum og ekki er hægt að velja einstakar skrár.
Til að virkja þann möguleika þá þarf að framkvæma eftirfarandi skref:
1) Hægrismellið á OneDrive skýið
2) Smellið svo á Help & Settings.
3) Veljið Backup í glugganum sem birtist og í framhaldi smellið á Manage backup
4) Veljið Desktop, Documents og/eða Pictures til að taka afrit af. Að vali loknu er smellt á Start backup til að hefja sjálfvirku afritunartökuna.