IMAP stillingar

ATH að hugbúnaður sem notast við IMAP stillingu getur einungis fengið aðgang að tölvupóstinum. Ekki fæst aðgangur að dagbók, tengiliðum, verkefnum ofl. í gegnum IMAP.

Við mælum því ávallt með því að notendur noti Outlook hugbúnaðinn þar sem hann inniheldur mikið af möguleikum sem tengja allan hugbúnað Office 365 saman, eins og aðgang að dagbók, tengiliðum, að búa til hópa, deila skjölum og bóka fundarherbergi allt á sama staðnum. En í einhverjum tilvikum er kjósa notendur að setja póstinn upp með IMAP stillingum. Hér eru tæknilegar upplýsingar fyrir þá notendur:

Veljið ávallt IMAP uppsetningu - Við mælum eindregið með því að fólk haldi sig frá POP uppsetningum.

 • Incoming
  • IMAP
  • Server hostname: outlook.office365.com
  • Port: 993
  • SSL: SSL/TLS
  • Authentication: oauth2
 • Outgoing
  • SMTP
  • Server hostname: smtp.office365.com
  • Port: 587
  • SSL: STARTTLS
  • Authentication: oauth2
 • Username
  • Incoming: þitt netfang (með @hi.is)
  • Outgoing: þitt netfang (með @hi.is)