UTS mælir með því að notendur notist við Outlook fyrir MacOS en þó eru margir sem vilja halda sig við Mail hugbúnaðinn og hér eru leiðbeiningar hvernig HÍ pósturinn er settur upp í Mail.
1) Opnaðu Mail. Smelltu á „Mail“ og veldu „Preferences“:
2) Veldu „Accounts“:
3) Síðan velur þú plúsinn neðarlega til hægri:
4) Veldu nú „Exchange“:
5) Fylltu nú út fullt nafn, HÍ netfang, lykilorð og smelltu á „Sign In“:
6) Hér getur þú valið hvaða hluta af Outlook þú vilt nota í Mail. Best er að hafa allt valið. Smelltu nú á „Done“:
Nú er búið að tengja Outlook og Mail saman og ætti pósturinn að koma smám saman inn.