Til að bæta við nýjum viðburði í dagbókina sem er bara ætlaður sem áminning fyrir þig en ekki fundur sem þú ætlar að bjóða fleirum á er best að velja „New Appointment“.
Þú býrð til nafn á viðburðinn í „Subject“, setur inn staðsetningu í „Location“, velur svo dagsetningu og tíma fyrir viðburðinn. Þú getur svo valið að setja frekari skýringu þar fyrir neðan. Þú getur breytt því hvernig aðrir sjá þig undir „Show as:“, en sjálfkrafa ert þú með stillinguna á „busy“ þar sem viðburður er í dagbókinni. Þegar viðburðinn er eins og þú vilt hafa hann smelltu þá á „Save & Close“ og þá birtist viðburðurinn í dagbókinni þinni: