OneDrive - uppsetning á MacOs

Til þess að setja upp OneDrive í MacOS tölvu þarftu að byrja á því að skrá þig inn á office365.hi.is

1) Þegar þangað er komið sérðu lista yfir forrit í boði. Veldu „OneDrive“:
Veldu OneDrive á office.hi.is

2) Smelltu á „Get the OneDrive apps“ sem er niðri í vinstra horninu:
Smelltu á „Get the OneDrive apps“

3) Þá opnast nýr flipi og þú smellir á „Download“:
smelltu á „Download“

4) Þá opnast enn annar gluggi og þú smellir á „View in Mac App Store“:
Smelltu á „View in Mac App Store“

5) Veldu nú „Get“:
Veldu nú „Get“

6) Nú þarft þú að samþykkja með því að setja inn lykilorðið fyrir iCloud aðganginn þinn. Þá byrjar OneDrive að halast niður, það getur tekur smá stund:
Settu inn lykilorðið fyrir iCloud aðganginn þinn

7) Þegar uppsetningu er lokið smellir þú á „Open“:
Þegar uppsetningu er lokið smellir þú á „Open“

8) Uppi í hægra horninu á skjánum birtist tákn „OneDrive“, ský. Smelltu á það:
Smelltu á OneDrive skýið efst til hægri

9) Þá birtist glugginn „Set up OneDrive“. Þar skrifar þú HÍ netfangið þitt og smellir á „Sign in“:
Settu inn HÍ netfangið þitt og smelltu á „Sign in“

10) Nú birtist annar gluggi og hér þarftu að setja inn HÍ lykilorðið þitt:
Settu inn lykilorðið þitt

11) Hér velur þú staðsetningu fyrir OneDrive í möppuna. Hér munu öll þau skjöl sem þú geymir í skýinu vera. Oftast er „Documents“ mappan valin. Smelltu svo á „Choose this location“:
Veldu staðsetningu fyrir OneDrive

12) Hér kemur staðfestingarsíða á því að rétt staðsetning sé valin. Smelltu á „Next“:
Smelltu á „Next“

13) Hakaðu í „Sync all files and folders in OneDrive – Háskóli Íslands“. Þá hakast sjálfkrafa í möppurnar að neðan. Hér ertu að velja hvaða möppur þú vilt að „sync-i“ við skýið. Smelltu svo á „Next“:
Hér ertu að velja hvaða möppur þú vilt að „sync-i“ við skýið. Smelltu svo á „Next“

14) Hakaðu í „Open at login so my files sync automatically“ til þess að OneDrive vinni ávallt á bakvið tjöldin þegar vélin er ræst (það er það sem þú vilt). Ýttu því næst á „Open my OneDrive – Háskóli Íslands“:
Open my OneDrive – Háskóli Íslands

15) Þá er OneDrive tilbúið. Þú finnur OneDrive möppuna í „Finder“. Nafnið á henni er „OneDrive - Háskóli Íslands“.