OneDrive - uppsetning á Android

Hér að neðan er sýnt hvernig þú setur upp OneDrive í Android tækinu þínu.

1) Opnaðu „Google Play“ og leitaðu að „OneDrive“. Smelltu á „Install“ þegar þú hefur fundið það. Getur einnig smellt beint hér til að fara á réttan stað í Play store: Microsoft OneDrive:
Finndu OneDrive í Google Play og veldu "Install"

2) Þegar tækið er búið að setja inn OneDrive opnaðu það þá með því að velja „Open“ eða velja íkonið fyrir OneDrive á heimaskjánum:
Opnaðu OneDrive

3) Í fyrsta sinn sem OneDrive er opnað þá færðu þennan skjá. Hægt er að færa myndirnar til hliðanna til að fá nánari upplýsingar um OneDrive. Veldu „Sign in“:
Veljið "Sign in"

4) Ef þú hefur þegar sett inn Outlook eða annan hugbúnað frá Microsoft þá þarftu ekki að skrá þig inn aftur. En ef þú hefur ekki skráð þig inn áður þá setur þú inn netfang (með @hi.is) og lykilorð. Nú ætti OneDrive að vera aðgengilegt í tækinu þínu:
OneDrive er nú opið

 

Á vef Microsoft má finna ítarlegri leiðbeiningar (veljið Work or school):
OneDrive