Setja upp undirskrift í Outlook fyrir iPhone og iPad

Undirskriftin (e. signature) þín fer ekki sjálfkrafa úr Outlook í tölvunni þinni yfir í Outlook appið í símanum þínum. Því þurfið þið að setja undirskrift í öll þau tæki sem þið notið. Hér er sýnt hvernig þú útbýrð undirskrift í Outlook fyrir iPhone og iPad.

1) Opnaðu Outlook í tækinu. Veldu „hamborgarann“ (strikin þrjú uppi í vinstra horninu):
Smellið á hamborgarann efst í vinstra horni

2) Veldu tannhjólið niðri til vinstri:
Veldu tannhjólið neðst til vinstri

3) Veldu nú „Signature“ í listanum:
Veldu nú "Signature"

4) Skrifaðu inn undirskriftina þína eins og þú vilt að hún birtist neðst í pósti sem sem þú sendir frá þessu tæki. Hægt er að flýta fyrir sér með því að finna póst sem þið hafið sent úr tölvu þar sem þið eruð með góða undirskrift og afritað þá undirskrift og sett hér inn:
Settu inn undirskriftina þína