Setja upp undirskrift í Outlook fyrir Android

Hér er sýnt hvernig þú útbýrð undirskrift (e. signature) í Outlook fyrir Android tæki.

1) Opnaðu Outlook í tækinu. Smelltu á „hamborgarann“ (strikin þrjú uppi í vinstra horninu):
Opnaðu Outlook og smelltu á hamborgarann

2) Farðu í tannhjólið niðri í vinstra horninu:
Smelltu á tannhjólið neðst til vinstri

3) Smelltu á „Signature“:
Smelltu á „Signature“:

4) Hér getur þú svo sett inn nýja undirskrift eða fjarlægt undirskriftina. Smelltu á hakið uppi í hægra horninu þegar undirskriftin er eins og þú vilt hafa hana og hún mun birtast neðst í næsta pósti sem þú skrifar og sendir:
Settu inn undirskrift og smelltu á hakið