Sótt um netið heim

Að gefnu tilefni bendum við nemendum á að uppsetning á beinum (router) er alfarið í þeirra höndum. Sjá hér um alhliða router leiðbeiningar.

Ef þú vilt fá netið heim í gegnum HÍ þá þarf að framkvæma eftirfarandi þrjú skref:

1. Umsókn

Sótt er um netið heim í Uglu.

Umsóknarformið er að finna undir „Tölvuþjónusta“ -> „Umsóknir“ og velja þar „Netið heim“. Veljið þar fjarskiptafyrirtæki (Síminn eða Vodafone fyrir nemendur og að auki Gagnaveitan fyrir starfsfólk). Við skráningu umsóknar færðu notandanafn og lykilorð fyrir nettenginguna og mikilvægt er að skrifa það hjá sér eða prenta út. Þetta notandanafn og lykilorð er svo sett inn á beininn (e. router). Starfsmenn sem sækja um Gagnaveitu tengingu þurfa ekki notandanafn og fá því ekkert slíkt. Engin þörf er á að setja notandanafn inn í stillingar á rúterum sem tengjast Gagnaveitunni.

Reglur UTS um HInet er að finna hér.

2. Heimtaug

Til að geta tengst netinu heima í gegnum HÍ þarft þú að hafa virka heimtaug (tengingu) frá Símanum eða Vodafone. Fjarskiptafyrirtækið (Síminn eða Vodafone) rukkar fyrir þessa þjónustu (aðgangsgjald / línugjald) og þarf notandinn að greiða fyrir þessa tengingu til fjarskiptafyrirtækisins. Verðið má sjá hér: Netið heim.

Þegar þú talar við fjarskiptafyrirtækið skaltu taka skýrt fram að internetþjónustuaðilinn þinn verði UTS (Háskólinn) og umferðin muni fara þar í gegn. Þú vilt bara kaupa virka línu frá þeim.

Vodafone og Síminn eru einu fyrirtækin sem veita þessa þjónustu að svo stöddu (auk Gagnaveitunnar fyrir starfsfólk).

Að gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að kostnaður vegna netsins heim í gegnum UTS skiptist svona:

  • Allir notendur: greiða sjálfir heimtaugina (tengingu) til fjarskiptafyrtækisins (Símans, Vodafone eða Gagnaveitunnar)
  • Nemendur: Fá umferð og gagnamagn ókeypis (Fylgja þarf þó reglum um nettengingar)
  • Starfsfólk: 500 kr. tengigjald er rukkað á deild viðkomandi samkvæmt gjaldskrá. Umferð og gagnamagn er ókeypis (Fylgja þarf þó reglum um nettengingar)

3. Uppsetning á beini (router)

Yfirleitt er nóg að fylgja leiðbeiningum þeim sem fylgja með þeim búnaði sem þið verðið ykkur út um og finna má á vef fjarskiptafyrirtækjanna. Það eina sem breytist er að þú þarft að setja inn inn notandanafnið og lykilorðið frá okkur í stað söluaðila (sjá skref 1). Hér að neðan eru almennar leiðbeiningar Símans og Vodafone um uppsetningu ADSL búnaðar: