Alhliða leiðbeiningar fyrir beini (router)

Þessar leiðbeiningar eiga ekki við um ljósleiðaratengingu gagnaveitunnar, þær er að finna hér: https://uts.hi.is/node/723

Hér eru almennar leiðbeiningar um það hvernig beinir (router) er tengdur heima hjá notendum. 

  1. Tengjast þarf beininum (router) annað hvort með netkapli eða þráðlaust. Beinir þarf einnig að vera tengdur við símalínu án smásíu (þar sem það á við).
  2. Fara inn á beini með því að opna stillingarsíðu. Slá þarf inn IP tölu beinisins sem er mismunandi eftir búnaði dæmi um IP tölu beina:
    • http://192.168.1.254 eða http://192.168.1.1 eða http://10.0.0.138
    • Til að finna ip tölu routers er best að fara í start - Run og skrifa þar cmd. Skrifa svo í gluggann: ipconfig /all. Ip tala beinisins er undir Default gateway. (Windows)
    • Ekki er hægt að tengjast beini ef proxy stillingar eru á vafranum.
  3. Þá er beðið um notandanafn og lykilorð. Ath. Það er mismunandi eftir tegundum beina hvaða notandanafn og lykilorð þarf til að komast í stillingarnar. Þú getur prufað eftirfarandi: Notandanafnið admin og lykilorðið getur verið admin, epicrouter eða 1234. Best er að hafa þessar upplýsingar tiltækar frá söluaðila beinisins. Ef sett hefur verið lykilorð inn á beininn þarf að slá það inn. Ef það er gleymt og grafið, þarf að núllstilla beininn. Það er gert með því að stinga bréfaklemmu inn í reset gatið sem er aftan á honum og halda inni í ca. 10 sek. Þá endurræsir hann sig og er settur upp eins og hann var þegar hann var keyptur.
  4. Þá opnast heimasíða beinisins, hér þarf að fara í Set Up eða Wizard.
    • Oft þarf að slá inn stillingar: VPI (0 eða 8), VCI (33,35 eða 48), Encapsulation (PPPoE eða PPPoA), Framing (LLC eða VC Mux). Þessar upplýsingar þarf að fá frá viðkomandi símafyrirtæki.
    • Internet Service Provider (ISP): Hér er beðið um það notandanafn og lykilorð sem þú fékkst uppgefið þegar þú sóttir um netið heim í Uglunni. ATH að nota þitt notandanafn og setja svo aftan við það @nemendur.hi.is (nemendur) eða @starfsm.hi.is (starfsmenn).
    • Ekki ætti að þurfa að tilgreina frekari stillingar í Wizard eða Set Up ferlinu. Þær sem eru þegar til staðar ætti að láta vera.

Hér eru myndir sem sýna algengustu tengingar beina:

 

ADSL / Ljósnet (VDSL) Ljósleiðari

Tengingar fyrir beini

Beinir