Ef ljósleiðari er kominn í húsið en ekkert tengibox þá sækir notandinn um tengingu/uppsetningu á tengiboxi til UTS.
Sótt er um GR tengingu með því að fylla út umsókn í Uglu: Netið heim.
ATH að hér er hægt að finna fastanúmer íbúðar: skrá.is
Starfsmaður GR mælir sér mót við viðkomandi umsækjanda og sendir síðan mann/verktaka á staðinn til þess að setja upp tengiboxið. Sjá nánar undir "Úrvinnsla pantanna hjá GR"
Athugið að tengiboxið er eign GR og í þeirra umsjá.
Ef pöntun er orðin meira en 6 vikna gömul og viðskiptavinur hefur ekki getað fundið tíma með verktaka eða sýnir aðgerðarleysi í að aðstoða verktakann við að útvega það sem þarf fyrir framkvæmdinni (oft samþykki fyrir lögnum, aðgengi að inntaki o.s. frv.) þá hafnar GR pöntuninni vegna aldurs.
GR hafnar pöntuinni ef að staðfest er að hún inniheldur rangar upplýsingar, einnig er pöntun hafnað ef að af einhverjum ástæðum er ekki mögulegt að tengja íbúð við ljósleiðara t.d. vegna lagnaleiða sem ekki fást samþykktar.
Þegar netaðgangstækið hefur verið sett upp og það komið í samband við rafmagn – grænt powerljós logar og Link ljós logar gult (sjá mynd hér að neðan) – þá þarf að tengja beini/rúter við netaðgangstækið.
Beinirinn tengist við port 1 eða 2 á netaðgangstækinu (merkt "Tölva/Router" á mynd), sjá mynd hér að neðan.
Portið sem er notað á beininum/rúternum er yfirleitt merkt WAN eða Internet – sjá mynd hér að neðan:
Endurræsið síðan netaðgangstækið og beini (aftengja og tengja rafmagn).
Notandi er nú kominn með virka Internetþjónustu hjá UTS.