Uppsetning HÍ pósts í Outlook 2016 og 2013

Hér á eftir fylgja leiðbeiningar um uppsetningu HÍ pósts í Office Outlook 2016 og 2013.

1) Smellið á "File" efst til vinstri í Outlook.

File

 

2) Smellið því næst á "Account Settings" og veljið þar undir "Account Settings" Þið getið einnig valið "+ Add Account" og farið þannig beint í skref 4.

Smellið á Account Settings

 

3) Þegar þessi gluggi opnast með yfirliti yfir þau pósthólf sem þið eruð með þá smellið þið á "New..." til að bæta við HÍ póstinum.

Add new account

 

4) Smellið því næst á "Manual Setup..." og smellið á "Next".

Smellið á Manual Setup

 

5) Veljið núna "POP or IMAP" og smellið á "Next"

Veljið "POP or IMAP"

 

6) Hér setjið þið inn eftirfarandi upplýsingar. ATH að velja IMAP fyrir Account Type.

  • Your name: Nafnið þitt.
  • E-mail address: háskóla tölvupóstfangið þín.
  • Account type: hér velur þú IMAP
  • Incoming mail server: imap.hi.is
  • Outgoing mail server: smtp.hi.is
  • User name: Notendanafnið án @hi.is
  • Password: lykilorðið þitt (Það sama og inn á Uglu og vefpóstinn)

Smellið því næst á "Next".

Setjið inn réttar upplýsingar

 

7) Nú setur Outlook póstinn upp með því að tengjast þjónum HÍ. Smellið á "Close" þegar þessu er lokið.

HÍ póstur tilbúinn

 

8) Nú er allt tilbúið og nóg að smella hér á "Finish" og loks á "Close" á gluggan þar undir. ATH að nú fer forritið að sækja póstinn ykkar og það gæti tekið smá tíma ef mikill póstur er í pósthólfinu ykkar.

You are all set

 

Gengur ekki að senda póst?

Ef þið eruð ekki á neti HÍ og ekki gengur að senda póst (eða taka við pósit) þá gæti þurft að bæta við stillingarnar og það er gert svona.

9) Smellið á "File" efst til vinstri í Outlook 2013:

File

 

 

10) Smellið því næst á "Account Settings" og veljið þar undir "Account Settings":

Smellið á Account Settings

 

11) Smellið á háskólapóstinn sem þið voruð að setja upp og svo á "Change":

e-mail accounts - change

 

12) Smellið því næst á "More Settings":

More Settings

 

13) Smellið á flipann "Outgoing Server" og hakið þar við "My outgoing Server (SMTP) requires authentication" og hafið merkt við "Use same settings as my incoming mail server":

Outgoing server

 

14) Smellið því næst á "Advanced" flipann og gerið eftirfarandi:

  • Incoming Server (IMAP): 143
  • Use the following type of encrypted connections: TLS
  • Outgoing Server (SMTP): 587
  • Use the following type of encrypted connections: TLS

Smellið því næst á "OK":

Advanced Settings

 

15) Smellið á "Next":

Change account - next

 

16) Nú fer Outlook yfir stillingarar og þá ætti þessi gluggi að birtast. Smellið á "Close":

Test Account Settings - Close

 

17) Smellið því næst á "Finish" og svo loks "Close". Nú ættuð þið að geta sent póst frá hvaða nettengingu sem er.