Útskrift nemenda og aðgangur að UTS

ÚtskriftAllir þeir nemendur sem útskrifast og eru með nýju notendanöfnin (3 eða 4 bókstafir og síðan tölustafir þar á eftir t.d abc12) halda sínu netfangi, aðgangi að Uglu og OneDrive.

Aðgangur að Uglu helst að því leiti að nemendur geta séð þau námskeið, einkunnir o.fl. er varðar þeirra nám. Önnur þjónusta svo sem eins og heimasvæði, aðgangur að neti í HÍ (eduroam, heimanet, stúdentagarðanet) og aðgangur að tölvuverum verður hins vegar ekki lengur í boði.