Azure er síða þar sem nemendur geta sótt sér Microsoft Project og fleiri forrit frítt eða með afslætti, til að notfæra sér þetta þarf að fara inn á síðuna https://azureforeducation.microsoft.com/en-US/Institutions
1. Neðarlega á síðunni sjáið þið "Azure for Students", ýtið á "Activate Azure for Students" hlekkinn þar fyrir neðan
2. Ýtið á "Activate now"
3. Fylla þarf út eyðublaðið. Þegar því er lokið er smellt á "Next".
4. Hakið í "I agree to the subscription agreement, offer details and privacy statement" og ýti á "Sign up"
5. Skráið ykkur inn með HÍ netfanginu
6. Ef þið fáið upp þennan glugga ýtið á "Work or school account"
7. Skráið inn uglu lykilorðið og ýtið á "Sign in"
8. Hér ákveðið þið sjálf hvort þið viljið velja "No" eða "Yes"
9. Ýtið á "Maybe later" nema þið viljið skoða betur hvað er í boði
10. Opnið "Education":
11. Ýtið á "VIEW ALL" undir "GET SOFTWARE":
12. Finnið forritið sem ykkur vantar í listanum og veljið það
13. Ýtið á "Download"
14. Bíðið eftir að niðurhalið klárist
15. Keyrið upp "Setup"
16. Ýtið á "Yes"
17. Hinkrið þar til uppsetningu er lokið, þá getið þið farið að nota forritið