Ugla

Leiðbeiningar um Uglu er nú að finna í Uglu á forsíðu (staðsetning fer eftir skólum) undir Ugluleiðbeiningar.

Kennurum er bent á að mikið af leiðbeiningum varðandi Canvas á Canvasvef sem Kennslumiðstöð hefur útbúið.

 

Kynningarmyndbönd um Uglu fyrir nýja notendur

Um Uglu

UglaUgla er innra net opinberu háskólanna. Ugla er mikilvægur upplýsingavettvangur og öflugt verkfæri starfsfólks, nemenda og kennara háskólanna. Uglan er safn af kerfum og tólum sem notendur háskólans nýta sér við nám, kennslu og stjórnsýslu. Uglan er aðgangsstýrð og þannig er hver og einn notandi með sýna eigin Uglu og hafa þeir aðgang að mismunandi síðum Uglunnar. Ákveðnir hlutar Uglu eru opnir eins og t.d. kennsluskrá.

Uglan var fyrst tekin í notkun 21. september  2001 af Háskóla Íslands. Notendum hefur fjölgað jafnt og þétt í gegnum árin. Sumarið 2022 voru 6 skólar sem notuðu Uglu sem sitt innra net. Það eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst. Samtals eru virkir notendur Uglu orðnir fleiri en 55.000 (sumarið 2021).

Uglan tengist merki Háskóla Íslands á skemmtilegan hátt því að í grískri goðafræði þá var Aþena, sem er í merki Háskóla Íslands, með uglu á öxlinni. Uglan var sögð sýna Aþenu það sem hún sjálf sá ekki og þannig gefa Aþenu allan sannleikann. Hún var einnig tákngervingur fyrir visku og þekkingu.

Uglan er hönnuð og viðhaldið af hugbúnaðardeild UTS.

We use verified Data Encryption (SSL) when needed

 

 

SmáUglan

SmáUglan er app Uglunnar. Hér má lesa nánar um SmáUgluna: SmáUglan - Ugluappið