Vandamál með prentun

Vandamál vegna prentunar geta verið af ýmsum toga. Hér er fjallað um þau algengustu.

1. Villur sem birtast á skjá prentara

Villuboð sem birtast á prentaranum eru t.d. "Mantainence kit error", "Paper Jam", "Loner low", aðrar villumeldingar.

Ef um er að ræða flækjur eða að blekið sé búið er ætlast til að nemendur lagi það sjálfir í tölvuverum. Ef frekari vandamál eru varðandi prentarann í tölvuveri skal hafa samband við Tölvuþjónustu UTS.

Ef þetta er prentari sem deildin á er hægt að hafa samband við Tölvuþjónustu UTS eða viðkomandi tengilið ef um umjónasamning er að ræða. Ef um bilun í búnaði prentara er að ræða er það söluaðili prentarans sem þjónustar það.

2. Vandamál í tölvunni sjálfri

Þetta lýsir sér með því að ekki er hægt að prenta úr viðkomandi tölvu á prentara, en aðrir geta hinsvegar prentað á þann prentara.
Ef þú nærð ekki að prenta á neinn prentara þá þarf stundum að endurræsa "Print Spoolerinn". Það er gert með því að fara inn í vélina sem Administrator: Hægri smella á "My computer" - Velja "Manage" - Smella á "Services and Application" - Velja "Services" - Finna "Print Spooler" - Hægri smella á hann og velja "Restart". Eftir að þetta er gert er hægt að skrá sig inn sem sá notandi sem þú ert yfirleitt tengdur á og ætti prentunin að virka vel.

3. Prentarinn ekki rétt upp settur

Ef þú hefur aldrei náð að prenta á viðkomandi prentara er þetta hugsanleg skýring. Hafðu samband við Tölvuþjónustu UTS eða viðkomandi tengilið deildarinnar við UTS.