OneDrive - uppsetning á iPhone og iPad

Hér að neðan er sýnt hvernig þú setur upp OneDrive á iPhone og iPad.   

1) Byrjaðu á því að ná í OneDrive Outlook forritið fyrir tækið í Appstore. Leitaðu að „OneDrive“ og veldu svo „GET“. Einnig er hægt að fara beint á síðuna í Appstore hér: Microsoft OneDrive:
Smellið á "Get"

2) Opnið OneDrive:
Opnið OneDrive

3) Ef þú ert nú þegar með Outlook sett upp á símanum þarftu ekki að skrá þig inn hér. Ef þú skráist ekki sjálfkrafa inn þá mætir þér innskráningarsíða. Þar setur þú inn háskóla netfangið þitt og velur svo örina fyrir neðan:
Skráðu inn netfangið þitt

4) Hér setur þú inn lykilorðið þitt (Sama og í Uglu):
Setti inn lykilorðið þitt og smelltu á "Sign in"

Þá opnast OneDrive hjá þér og nú hefur þú aðgang að öllum þínum skjölum og skjölum deilt með þér.