Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum til að setja upp VPN tengingu HÍ í iPhone og iPad með iOS 10 og nýrra. Ef þið eruð með eldra iOS þá getið þið notað þessa aðferð eða þessa hér: VPN fyrir iPad og iPhone - iOS 9 og eldra
Smellið hér ef þið eruð ekki viss um hvaða iOS þið eruð með: Hvaða iOS er ég með?
1) Farið í App Store í tækinu ykkar:
2) Skrifið í leitargluggann "openvpn connect" og veljið þann hugbúnað í listanum:
3) Finnið OpenVPN Connection framleitt af OpenVPN Technology og smellið fyrst á "Get" og svo "Install":
4) Nú kemur upp röð af gluggum sem þið þurfið að svara. Setjið inn lykilorð tækisins, samþykkið skilmála (ef þörf er á)og byrjið niðurhal:
5) Nú er OpenVPN Connect komið í tækið ykkar. Opnið OpenVPN Connect:
6) Sækið nú client uppsetningarskrána með því að smella á takkann hér að neðan eða tengilinn hér: client.ovpn
7) Þegar tækið er búið að sækja skrána opnið hana þá með OpenVPN Connect með því að smella á tengilinn "Open in "OpenVPN"":
8) Nú er OpenVPN Connect opið. Á skjáinn kemur import profile:
Þarna veljið þið add.
9) Nú opnast þessi gluggi. Setjið inn eftirfarandi upplýsingar:
- Username: Þitt notandanafn (ekki með @hi.is)
- Password: Sama lykilorð og þú notar fyrir Uglu og Office
- Save: Merkið við "Save Password" ef þetta er ykkar tæki. Það flýtir tengingu við VPN síðar
- þið getið líka breytt titlinum á tengingunni ef þið viljið.
Veljið síðan add til að vista.
Næst eruð þið spurð að því hvort þið viljið leyfa forritinu að bæta við stillingum
Þið veljið allow.
10) Nú ætti glugginn að líta svona út og þá sést að þið eruð tengd VPN-i háskólans. Smellið á "Connection" takkan til að aftengjast:
11) Þegar þetta er allt komið inn er bæði hægt að tengjast VPN-i með því að fara inn í OpenVPN Connection appið og smella þar á "OVPN Profile" takkann eða fara í "Settings":
12) Og smellt þar á "VPN Connecting" takkann. Til að það virki þarftu að hafa merkt við "Save" í skrefi 9: