Fyrirvari um ábyrgð

Notendur sem treysta Upplýsingatæknisviði fyrir tækjum sínum, gögnum og gagnavinnslu ættu að kynna sér þau viðmið sem UTS notar.

Tæki

Starfsfólk UTS leitast við að lagfæra tæki notenda á sem skilvirkastan hátt og án þess að hrófla við gögnum og stillingum tækisins. Starfsfólkið fær reglulega þjálfum í meðferð tækja og fylgir tilteknum vinnureglum í meðferð þeirra.

  • UTS ráðleggur notendum að taka reglulega afrit af gögnum tækja sinna og reiknar með að notendur hafi gert það áður en komið er með tæki til athugunar.
  • UTS ber ekki ábyrgð gögnum tækja notenda.
  • UTS mun ekki skipta skemmdu tæki út fyrir nýtt.
  • Notandi gæti verið beðinn um að gefa upp lykilorð tækis, en skal þá breyta því strax þegar hann fær tækið aftur.
  • UTS setur ekki upp leyfisskildan hugbúnað án upprunalegra leyfa.
  • UTS gæti þurft að skoða tiltekin gögn á tæki notanda.

Gögn

Þjónusta UTS miðar að því að þau gögn sem stofnunin geymir og vinnur fyrir notendur séu ávallt aðgengileg réttum aðilum óbrengluð. Öll miðlæg kerfi UTS eru rekin í vöktuðum, aðgangsstýrðum, brunavörðun, varaaflsvæddum rýmum. Öll miðlæg kerfi í umsjá UTS eru öryggisuppfærð skipulega. Öll gögn í umsjá UTS eru öryggisafrituð skipulega. Kerfisaðgangur að kerfum UTS er aðeins á höndum tiltekinna aðila. Tilraunir til innbrota eru vaktaðar.