Þráðlaust net stillt í Windows 8

Þegar búið er að sækja um þráðlaust net í Uglu (sjá hér ferlið: http://rhi.hi.is/wifi) þá þarf að tengja tölvuna við netið.

Það eru ýmsar leiðir í Windows 8 hvernig á að tengjast netinu og er þetta einungis ein af þeim leiðum.

1. Opnið "Charms bar" með því að fara með bendilinn hægra megin á skjáinn eða smella á Windows lykilinn og "C" á lyklaborðinu. Veljið þar settings (Einnig er hægt að fara beint í settings með því að smella á Windows lykilinn og "I").

2. Veljið þar Network eða WiFi.

Settings - Network

 

3. Veljið HINET á listanum yfir þráðlaus net:

Veljið HINET

 

4. Hakið við "Connect automatically" til að láta tölvuna tengjast sjálfkrafa næst þegar hún sér netið. Smellið loks á "Connect":

Tengist sjálfkrafa - Connect automatically

 

5. Setjið inn lykilinn (security key) sem er: 12345 og smellið á "Next"

Lykill - Security key

 

6. Ef þessi gluggi kemur upp veljið þá NO. Þið viljið ekki að vélin ykkar sé að deila efni á þráðlausa netinu og því er mikilvægt að velja hér "No, don't turn on sharing or connect to devices":

Veljið No - don't turn on sharing...

 

7. Nú ætti tölvan að vera tengd netinu.

Tölva tengd HINET-i -  Connected

 

Ef ekki hefur tekist að tengjast að þá getur verið gagnlegt að skoða myndbandið neðst á þessari síðu (Á við Windows 7 en er mjög svipað Windows 8): http://rhi.hi.is/node/376