Að finna MAC addressu fyrir þráðlaust net - MacOs Lion

Hér eru leiðbeiningar hvernig þú finnur MAC addressu fyrir
þráðlausa netið í MacOs Lion. Frekari leiðbeiningar varðandi að
tengja vélina þráðlaust má finna hér.

1. Fyrst þarf að finna MAC addressu þráðlausa netkortsins. Hægt er að
finna þetta númer með eftirfarandi aðferð. Smellið á Eplið og veljið
þar "System Preferences".

Epli - System Preferences

2. Tvísmellið hér á "Network".

System Preferences - Network

 

3. Smellið á "AirPort" og smellið svo á "Advanced"

Network - WiFi - Advanced

4. Hér finnið þið MAC addressu þráðlausa netkortsins og kallast hún "Wi-Fi Address" (áður Airport ID)

Network - WiFi - Advanced - Wi-Fi address

5. Næsta skref er að skrá vélina í Uglu. Sjá nánar um það hér í  lið 2.