Hér eru leiðbeiningar hvernig þú finnur MAC addressu fyrir þráðlausa
netið í iPhone og iPad. Frekari leiðbeiningar varðandi að tengja vélina
þráðlaust má finna hér.
1. Fyrst þarf að finna MAC addressu þráðlausa netkortsins. Hægt er að
finna þetta númer með eftirfarandi aðferð. Smellið á "Settings" á skjánum (Home screen).
2. Smellið á "General" og veljið þar "About".
3. Finnið línuna "Wi-Fi Address". Talan þar fyrir aftan er þessi MAC addressa sem við leitum að.
4. Næsta skref er að skrá vélina í Uglu. Sjá nánar um það hér í lið 2.