Þráðlaust net stillt í MacOs Leopard

Svona er þráðlaust net sett upp í MacOs Leopard:

ATH að til að geta tengst þráðlausa netinu (HINET) þarf fyrst að sækja um það í Uglunni. Sjá nánar um ferlið hér.

30 mínútum eftir að sótt er um þráðlausa netið í Uglunni getið þið tengst HINET-i með eftirfarandi hætti.

1. Smellið á "AirPort" merkið sem er efst hægra megin og veljið "HINET". Til að HINET sjáist þarf tölvan að vera staðsett í byggingum HÍ (sjá útbreyðslu senda).

Velja HINET

2. Sláið inn WEP lykilinn (Password): 12345 og hakið við "Remember this network".

The network "HINET" requires a WEP password

Nú ætti vélin ykkar að tengjast sjálfkrafa HINET-i þegar þið eruð á háskólasvæðinu.

Ef engin tengin fæst athugið þá hvort þið hafið fylgt öllum leiðbeiningum rétt. Sjá nánar um ferlið hér.