Hér er að finna almennar upplýsingar um ADSL tengingu fyrir notendur.
Að gefnu tilefni bendum við nemendum á að uppsetning á beinum (router) er alfarið í þeirra höndum. Sjá hér um alhliða router leiðbeiningar.
Til að nota þessa þjónustu þarf að framkvæma eftirfarandi 3 skref:
1. Umsókn
Sótt er um ADSL þjónustu í Uglu.
Umsóknarformið er að finna undir "Tölvuþjónusta" -> "Umsóknir" og velja þar "Internetið heim". Veljið þar þjónustuveitanda (Síminn eða Vodafone). Við skráningu umsóknar færðu notandanafn og lykilorð fyrir ADSL tenginguna og mikilvægt er að skrifa það hjá sér eða prenta út. Þetta notandanafn og lykilorð er svo sett inn á beininn (e. router).
Reglur UTS um HInet er að finna hér.
2. Símalínan
Til að geta tengst háskólanetinu og internetinu með ADSL þarf símalínan þín að hafa virka ADSL tengingu frá Símanum eða Vodafone. Fjarskiptafyrirtækið (Síminn eða Vodafone) rukkar fyrir þessa þjónustu og þarf notandinn að greiða fyrir þessa ADSL tengingu til fjarskiptafyrirtækisins. Verðið er mismunandi eftir því hversu mikinn hraða á línuna þú vilt fá. Þegar þú talar við fjarskiptafyrirtækið skaltu taka skýrt fram að internetþjónustuaðilinn þinn verði UTS (Háskólinn) og umferðin muni fara þar í gegn. Þú vilt bara kaupa virka ADSL línu frá þeim.
Vodafone og Síminn eru einu fyrirtækin sem veita þessa þjónustu að svo stöddu.
Að gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að kostnaður vegna ADSL í gegnum UTS skiptist svona:
- Allir notendur: greiða sjálfir ADSL tengingu til fjarskiptafyrtækisins (Símans eða Vodafone)
- Nemendur: Fá umferð og gagnamagn ókeypis (Fylgja þarf þó reglum um nettengingar)
- Starfsfólk: 500 kr. tengigjald er rukkað á deild viðkomandi samkvæmt gjaldskrá. Umferð og gagnamagn er ókeypis (Fylgja þarf þó reglum um nettengingar)
3. Uppsetning ADSL búnaði
Yfirleitt er nóg að fylgja leiðbeiningum þeim sem fylgja með ADSL búnaðinum og setja inn notandanafnið og lykilorðið frá okkur í stað söluaðila. Hér að neðan eru almennar leiðbeiningar Símans og Vodafone um uppsetningu ADSL búnaðar:
- Leiðbeiningar Símans
- Leiðbeiningar Vodafone
- Einnig gæti ykkur gagnast að lesa yfir alhliða router leiðbeiningar.
Vodafone og Síminn eru einu fyrirtækin sem veita þessa þjónustu að svo stöddu.
Að gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að kostnaður vegna ADSL í gegnum Reiknistofnun Háskóla Íslands skiptist svona