Svona er þráðlaust netkort stillt í Windows Vista.
ATH að til að geta tengst þráðlausa netinu (HINET) þarf fyrst að sækja um það í Uglunni. Sjá leiðbeiningar hér.
1. Í horninu hjá klukkunni er hægrismellt á táknmyndina af tveim skjám og valið Connect to a network:
2. Hér er valið HINET og smelt á "Connect"
3. Því næst er settur inn WEP lykillinn (Security key) 12345 og smellt á "Connect".
ATH að ef að það kemur upp annar gluggi en hér að neðan sem biður um notandanafn og lykilorð þá á eftir að senda inn MAC-addressu eða vitlaus Mac-addressa verið send inn. Hér eru upplýsingar hvernig ferlið er.
4. Hafið hakað við "Save this network" og "Start this connection automatically" en við það vistast stillingarnar og tölvan tengir sig sjálfkrafa netinu héðan í frá. Að lokum er valið ""Close".
Þegar tenging næst í fyrsta skipti biður tölvan þig um að velja hvernig tenging þetta er: Home, Work eða Public. Best er að velja Public.