Að finna MAC addressu fyrir þráðlaust net - Windows XP

Til að tengjast þráðlausa netinu (HINET) þarf að finna svokallaða MAC addressu þráðlausa kortsins. Það er gert svona í Windows XP:

Nafnið MAC addressa gengur einnig undir nafninu "physical adress" eða "Adapter Address" og þess má geta að engin tvo netkort bera sömu MAC addressuna, þannig getum við skilið á milli netkorta.
Dæmi: 00-04-A7-CA-22-01

Fyrst þarf að finna MAC addressu þráðlausa netkortsins. Hægt er að finna
þetta númer með eftirfarandi aðferð

Start - Run

1. Smellið á Start og svo á Run.

cmd

2. Í Run gluggann skrifið þið cmd og smellið svo á "OK" (einnig virkar skipunin command)

getmac /v

3. Þegar svarti glugginn opnast þarf að skrifa getmac /v (bil á milli c og /) og smella á "Enter".

4.
Finnið línuna sem inniheldur upplýsingar um þráðlausa netkortið. Oftast
„Wireless Network...“. Í dálknum „Physical Address“ finnið þið svo
þessa svokölluðu MAC addressu sem þið þurfið að nota til að sækja um
þráðlausa netið í Uglunni.

5. Næsta skref er að skrá vélina í Uglu. Sjá hér í lið 2.