Að finna MAC addressu fyrir þráðlaust net - Windows Vista

Hér eru leiðbeiningar hvernig þú finnur MAC addressu fyrir þráðlausa netið í Windows Vista. Hér má sjá myndskeið fyrir Windows 7 sem er nánast eins: http://rhi.hi.is/node/375/.

Frekari leiðbeiningar varðandi að tengja vélina þráðlaust má finna hér.

cmd

1. Smellið á Windows merkið neðst til vinstri og skrifið þar í reitinn fyrir ofan cmd og smellið á "Enter".

getmac /v

2. Þegar svarti glugginn opnast þarf að skrifa getmac /v (bil á milli c og /) og smella á "Enter".

3. Finnið línuna sem inniheldur upplýsingar um þráðlausa netkortið. Oftast „Wireless Network...“. Í dálknum „Physical Address“ finnið þið svo þessa svokölluðu MAC addressu sem þið þurfið að nota til að sækja um þráðlausa netið í Uglunni.

4. Næsta skref er að skrá vélina í Uglu. Sjá lið 2 hér.