Eduroam fyrir MacOS

Hér er sýnt hvernig þið setjið inn eduroam netstillingar í MacOS.

ATH: Við hvetjum alla sem eru með útgáfu 10.11 og eldri útgáfur að notast frekar við þessar leiðbeiningar: Eduroam fyrir MacOS 10.11 og eldra.

Munið að nota ávallt fullt netfang þegar þið tengist eduroam (með @hi.is).

Tengja við eduroam:

1) Smelltu á WiFi íkonið efsti til hægri á vélinni þinni. Kveiktu á þráðlausa sambandinu ef það er slökkt. Veldu svo "eduroam":
Choose eduroam

2) Sláðu inn fullt póstfang og sama lykilorð í Uglu og vefpóst. Mundu að nota fullt póstfang með @hi.is.
Hakaðu við "Remember this network" ef þú vilt að vélin muni eftir þessari tenginu og tengist sjálfkrafa næst þegar eduroam er aðgengilegt. Smelltu því næst á "Join":
Settu inn netfang og lykilorð

3) Hér þarftu að samþykkja rótarskírteini HÍ til að geta tengst. ATH að þú gætir þurft að samþykkja tvisvar þar sem það gæti þurft samþykkja edurad6 og edurad5:
Samþykkja rótarskírteini

4) Nú þarftu að setja inn lykilorð inn á vélina sjálfa til að leyfa þessar breytingar:
Setja inn notandanafn og lykilorð inn á vélina sjálfa

Nú ætti vélin að vera tengd eduroam. Ef þú ert beðin(n) um notandanafn og lykilorð til að komast inn á eduroam mundu þá að nota netfangið þitt (notandanafn@hi.is) og svo sama lykilorð og þú notar í Uglu.

Vinsamlegast leitið til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi eða Hamri ef þið lendið í vandræðum með að tengjast eftir að uppsetningu er lokið eða ef þið náið ekki að klára uppsetninguna.